Louisa May Alcott

Louisa May Alcott var bandarískur rithöfundur og skáld. Þekktust er hún fyrir skáldsöguna Little Women (1871).

Foreldrar Louisu aðhylltust hugsæisstefnuna (transcendentalism) og ólst hún upp á meðal einhverra þekktustu hugsuða þess tíma, svo sem Ralph Waldo Emerson, Nathaniel Hawthorne og Henry David Thoreau.

Alcott-fjölskyldan átti við fjárhagslega erfiðleika að stríða og Louisa hjálpaði til við að vinna fyrir fjölskyldunni, en gaf sér einnig tíma til að skrifa og hlaut athygli og jákvæð viðbrögð gagnrýnenda fyrir skrif sín upp úr 1860. Snemma á rithöfundarferlinum skrifaði hún stundum sögur fyrir unglinga undir höfundarnafninu A. M. Barnard.

Louisa barðist fyrir afnámi þrælahalds og kvenréttindum, og giftist aldrei. Hún lést í Boston árið 1888.